Merki um að eldstöðin í Grímsvötnum sé tilbúin

Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/RAX

Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, jarðeðlis­fræðing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir að sér­fræðing­ar hafi átt von á því að Grím­svötn gjósi í nokk­urn tíma. Seg­ir hann að eld­stöðin hafi sýnt merki um að hún sé til­bú­in en hafi látið bíða eft­ir sér.

Seg­ir Bene­dikt í sam­tali við mbl.is að landris sé stöðugt þar og það hafi ekki sést breyt­ing­ar á landrisi rétt fyr­ir gos en að skýr merki sjá­ist þegar gos fer í gang en þá verði land­sig.

Hafa beðið eft­ir Grím­svötn­um

Hann seg­ir að eld­stöðin hafi fyr­ir tveim­ur árum verið far­in að nálg­ast þá stöðu sem hún var í fyr­ir síðasta gos 2011.

„Svo hef­ur ým­is­legt gerst í millitíðinni sem hef­ur haft mjög mik­il áhrif, fyrst og fremst eld­gosið í Holu­hrauni 2014. Sá at­b­urður hafði mjög mik­il áhrif á Grím­svötn og við vit­um í sjálfu sér ekki ná­kvæm­lega hvað það þýðir og hvort það tef­ur fyr­ir að það gjósi þar eða hvernig áhrif það hef­ur haft á eld­stöðina.“

Sjá fyr­ir gos en með stutt­um fyr­ir­vara

Spurður út í fyr­ir­vara seg­ir hann lang­tíma­fyr­ir­vara hafa nú þegar sýnt sig í hægt vax­andi skjálfta­virkni en seg­ir það geta verið merki um mánuði eða miss­eri í gos. Hvað skamm­tíma­fyr­ir­vara varðar seg­ir hann þá ekki mjög langa.

„Hann er kannski bara einn og hálf­ur tími eða kannski aðeins leng­ur en menn voru al­veg til­bún­ir fyr­ir síðasta gos og nokkuð viss­ir um að það væri gos að fara af stað áður en það sást á yf­ir­borði. Það voru mjög skýr merki svona ein­um og hálf­um tíma áður en það byrjaði að gjósa að kvika væri á leiðinni til yf­ir­borðs.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert