Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun funda klukkan 17 vegna álits umboðsmanns Alþingis um vinnubrögð matvælaráðherra.
Þetta herma heimildir mbl.is.
Í áliti umboðsmanns kom fram að útgáfa reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem bannaði tímabundið hvalveiðar í sumar, hafi ekki samræmst kröfum um meðalhóf og hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum.