Standa utan sáttar

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, í ræðustól.
Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, í ræðustól. Ljósmynd/Sameyki/BIG

„Þetta eru viðræður á milli Sam­taka at­vinnu­lífs­ins og til­tek­inna fé­laga inn­an ASÍ. Þetta hef­ur ekk­ert með þjóðarsátt að gera, ekki nokk­urn skapaðan hlut,“ seg­ir Þór­ar­inn Eyfjörð, formaður Sam­eyk­is og fyrsti vara­formaður BSRB, um yf­ir­stand­andi viðræður breiðfylk­ing­ar fé­laga í ASÍ og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Ekk­ert sam­ráð hef­ur verið haft við heild­ar­sam­tök op­in­berra starfs­manna í tengsl­um við þess­ar viðræður. „Mér vit­an­lega hef­ur eng­inn gert það, hvorki þess­ir aðilar, rík­is­stjórn­in né sveit­ar­fé­lög­in,” seg­ir hann. „Ég held að ekki nokk­ur maður hafi tekið upp sím­ann til að ræða við einn eða neinn á þeim vett­vangi.“

Vara­sjóður fyr­ir hendi

Kjaraviðræður SA og verka­lýðsfé­lag­anna sem eru í sam­floti við samn­inga­borðið héldu áfram í gær. Bú­ist er við að full­trú­ar þeirra fundi með stjórn­völd­um í dag til að ræða með hvaða hætti ríkið og sveit­ar­fé­lög­in geti komið að því að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga.

Kjaraviðræður í Karphúsinu.
Kjaraviðræður í Karp­hús­inu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Ég hef sagt að hags­mun­ir heim­il­anna í land­inu, fyr­ir­tækj­anna, sveit­ar­fé­lag­anna og rík­is­ins sjálfs af því að ná hér lang­tíma­samn­ing­um, sem stuðla að því að ná niður verðbólgu og vöxt­um í land­inu, eru gríðarleg­ir. Ég trúi ekki öðru en að stjórn­völd og ríkið muni skoða það mjög vel að koma inn í viðræður sem snúa að þjóðarsátt á vinnu­markaði,“ seg­ir Stefán Vagn Stef­áns­son, alþing­ismaður og formaður fjár­laga­nefnd­ar.

Stefán seg­ir aðspurður að stjórn­völd geti sótt í vara­sjóð til að taka á óvænt­um og ófyr­ir­séðum út­gjöld­um eins og þeim sem gætu liðkað fyr­ir gerð kjara­samn­inga. „Við höf­um verið að nota vara­sjóðinn í launa­hækk­an­ir, en í hon­um eru 40-50 millj­arðar. Síðan hef­ur ríkið alltaf mögu­leika á að koma fram með fjár­auka. Þetta eru leiðirn­ar sem til eru. Síðan verða menn að meta hvað þeir geta stigið stór skref.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert