Þrír í alvarlegu slysi á Grindavíkurvegi

Frá Grindavíkurvegi úr hádeginu.
Frá Grindavíkurvegi úr hádeginu. Ljósmynd/Vegagerðin

Alvarlegt umferðarslys varð upp úr klukkan hálf tólf í dag þegar tveir bílar rákust saman á Grindavíkurvegi.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja er slysið alvarlegt. Samtals voru þrír í ökutækjunum og er lögregla enn að störfum á vettvangi.

Tilkynning barst um slysið klukkan 11.35. Veginum hefur verið lokað tímabundið fyrir umferð, en hann hefur annars verið opinn íbúum og öðrum sem eiga erindi í bæinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert