Tveir látnir eftir slys á Grindavíkurvegi

Ökumaður og farþegi létust í umferðarslysi sem varð á Grindavíkurvegi á tólfta tímanum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

Tvö ökutæki voru utan vegar þegar lögreglan og viðbragðsaðilar komu á vettvang. Ökumaður og farþegi annars ökutækisins voru úrskurðuð látin á vettvangi.

Rannsókn lögreglu er á frumstigi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur verið upplýst og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengin til aðstoðar. 

Grindavíkurvegi var lokað um tíma á meðan vettvangsrannsókn fór fram og hefur vegurinn verið opnaður á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert