Aðgerðasinnar tjalda með Palestínumönnum

„Þrátt fyrir að tilefnið sé skelfilegt skiptir miklu máli fyrir …
„Þrátt fyrir að tilefnið sé skelfilegt skiptir miklu máli fyrir fólkið að hittast og tala saman og opna á sínar tilfinningar. Standa saman í þessari baráttu gegn óréttlæti og glæpaverkum.“ mbl.is/Óttar

Tjöldunum á Austurvelli fer fjölgandi í kvöld en íslenskum aðgerðasinnum hefur verið boðið að slást í hóp Palestínumanna sem hefur dvalið fyrir framan Alþingishúsið í von um að ná athygli íslenskra ráðamanna.

Palestínumennirnir eru búsettir hér á landi og hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu. Á meðan hörð og blóðug átök geisa á Gasasvæðinu bólar ekkert á sameiningunni.

Fimm tjöld eru nú komin upp á Austurvelli og er von á fleirum, að sögn aðgerðasinna á staðnum. Segir hann um svokallaðar Samstöðutjaldbúðir að ræða.

Aðgerðarsinnarnir hafa dvalið í tjöldum í nokkra daga.
Aðgerðarsinnarnir hafa dvalið í tjöldum í nokkra daga. mbl.is/Óttar

Þríþættar kröfur

„Þeirra nánustu eru að deyja á Gasa. Þetta fólk hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu en íslensk stjórnvöld hafa brugðist við að koma fólkinu út af Gasa og á sama tíma og þetta er að gerast er verið að flytja palestínskt flóttafólk úr landi,“ segir aðgerðasinninn sem vildi ekki koma fram undir nafni.

Kröfur Palestínumannanna sem dvelja á Austurvelli eru þríþættar: Að stjórnvöld standi við fjölskyldusameiningarnar, að palestínskt flóttafólk sem hingað er komið fái hæli og að ráðherrar verði við ósk þeirra um fund, þ.e. utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

„Hver sem er sem vill styðja þetta fólk í sinni baráttu getur komið, tjaldað, gist á Austurvelli í eina nótt eða verið eins lengi og það vill,“ segir aðgerðasinninn og bætir við að fólkinu fari fjölgandi.

„Þrátt fyrir að tilefnið sé skelfilegt skiptir miklu máli fyrir fólkið að hittast og tala saman og opna á sínar tilfinningar. Standa saman í þessari baráttu gegn óréttlæti og glæpaverkum.“

Hóp­ur Palestínu­manna sem býr hér á landi hef­ur sett upp …
Hóp­ur Palestínu­manna sem býr hér á landi hef­ur sett upp tjöld fyr­ir utan Alþing­is­húsið. mbl.is/Óttar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert