Eldra fólk orðið fyrir miklu tjóni

Landsbankinn.
Landsbankinn. mbl.is/sisi

„Þessar takmarkanir eru einn hluti af ráðstöfunum bankans til að verja viðskiptavini fyrir netsvikum,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, um ástæðu þess að bankinn ákvað að loka fyrir erlendar millifærslur í appi og netbanka hjá viðskiptavinum 70 ára og eldri.

Grein Braga Guðmundssonar í Morgunblaðinu í gær, þar sem hann sagði farir sínar ekki sléttar eftir að hafa reynt að borga erlendan reikning í heimabanka Landsbankans, vakti mikla athygli.

Þurfti að greiða fyrir aðstoðina

Bragi sagðist hafa fengið skilaboð um að hann þyrfti að hafa samband við bankann til að geta lokið við færsluna þar sem hann væri yfir sjötugt og því líklegt fórnarlamb netglæpa.

Hann fór í bankann og þar tókst að ljúka greiðslunni en hann þurfti að greiða fyrir aðstoðina. Bragi var ekki sáttur við þetta, taldi að þetta væri birtingarmynd aldursfordóma og kallaði eftir því að bankinn hætti þessari „sértæku meðferð“.

Margir lent í netsvikum

Rúnar Pálmason var spurður hvers vegna aldurstengdar hömlur væru settar á þessi viðskipti.

Hann sagði að talsvert væri um að eldra fólk hefði lent í miklu tjóni vegna netsvika sem tengdust erlendum millifærslum. Þá hefði Bragi ekki þurft að fara í bankann heldur hefði símtal eða netspjall nægt til að opna fyrir hann svo hann gæti lokið færslunni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær, 5. janúar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert