Framsókn gerir ekki kröfu um afsögn ráðherra

Frá vinstri: Svandís Svavarsdóttir, Ingibjörg Isaksen og Halla Signý Kristjánsdóttir.
Frá vinstri: Svandís Svavarsdóttir, Ingibjörg Isaksen og Halla Signý Kristjánsdóttir. Samsett mynd/Kristinn Magnússon/Aðsend/Kristrún Ásta

„Það voru allir rólegir yfir þessu, en við svo sem vöruðum við þessu í sumar,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, varaformaður þingflokks Framsóknar. 

Í samtali við mbl.is staðfestu Ingibjörg Isaksen og Halla Signý Kristjánsdóttir, formaður og varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, að flokkurinn hafi haldið óformlegan fund í morgun til að fara yfir ýmis mál.

Ekki ástæða til að kalla þing fyrr saman

Var ályktun umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundið hvalveiðibann meðal fundarefna en hún hafi ekki komið flokksmönnum sérstaklega á óvart, þó þeim þyki það vissulega miður að sögn Ingibjargar, enda séu þetta mikil vonbrigði fyrir stjórnsýsluna.

Aðspurðar segja þær báðar að flokkurinn telji ekki tilefni til að kalla þing saman, né fari hann fram á að ráðherra segi af sér í kjölfar niðurstöðunnar.

„Þetta er ekki ástæða til að kalla þing fyrr saman,“ segir Ingibjörg.

Verði að taka samtalið við flokkinn og við sjálfa sig

Svandís sagði í samtali við mbl.is í gær að hún teldi mál sitt og Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, ólíkt vaxinn en Bjarni sagði af sér sem fjármálaráðherra í kjölfar niðurstöðu umboðsmanns Alþingis um aðild hans að sölunni á Íslandsbanka. 

„Hún verður náttúrulega bara að taka samtalið innan síns flokks og við sig sjálfa,“ segir Halla Signý. „En það er engin krafa frá okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka