Icelandair fylgist með máli flugvélarinnar

Að sögn upplýsingafulltrúa er Icelandair í samtali við Boeing varðandi …
Að sögn upplýsingafulltrúa er Icelandair í samtali við Boeing varðandi vélarnar. Ljósmynd/Icelandair

Icelandair fylgist vel með stöðu máls er varðar farþegaflugvél Alaska Airlines sem nauðlenti í gær eftir að hluti úr farþega­rými hennar féll úr í miðju flugi. Icelandair rekur fjórar flugvélar af sömu gerð. 

Gerðin sem um ræðir er Boeing 737 Max9 flugvél, vélarnar Kirkjufell, Langjökull, Hvítserkur og Baula, eru allar af þeim toga.

Í samtali við mbl.is segir samskiptastjóri Icelandair, Guðni Sigurðsson, málið enn mjög nýtt. Aðspurður um viðbrögð Icelandair við málinu segir hann félagið vera að afla sér upplýsinga og fylgjast vel með málinu.

„Við fylgjumst með málinu, erum í samskiptum við Boeing og erum að afla nánari upplýsingar.“

13:29: Fréttin hefur verið uppfærð. Fyrr sagði fréttin að áform hefðu þegar verið um að skipta út vélunum fyrir nýrri vélar, en að þær væru þó enn í notkun. Rétt er að áform séu um að skipta út Boeing 757 vélum en ekki Boeing 737 vélunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert