Um 140 jarðskjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum við Sundhnúkagígaröðina á Reykjanesskaganum í dag. Skjálftarnir eru ekki kraftmiklir en sá stærsti sem hefur mælst er um 1,1 að stærð.
Þetta segir Minney Sigurðardóttir, náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Landris við Svartsengi mælist enn og er erfitt að segja til um breytingar frá degi til dags.
Þá er enn skjálftavirkni við Trölladyngju á Reykjanesskaga þó dregið hafi úr henni. Um 70 skjálftar mældust í gær og um 40 í dag. Allt eru þetta frekar litlir skjálftar.