Lengja vinnudaginn við sorphirðu í næstu viku

Ruslageymslan í Espigerði.
Ruslageymslan í Espigerði. Ljósmynd/Þór Jakobsson

Sorp hef­ur víða safn­ast upp á heim­il­um Reykja­vík­ur­borg­ar þar sem að Sorp­hirða Reykja­vík­ur hef­ur ekki getað annað hirðu á papp­ír og plasti. Sorp­hirðufólk verður að störf­um í dag og mun lengja vinnu­dag­inn við hirðu í næstu viku til þess að vinna upp taf­irn­ar sem orðið hafa. 

Þór Jak­obs­son, íbúi í Espigerði, birti mynd­ina hér að ofan á Face­book-síðu sinni og gaf mbl.is góðfús­legt leyfi til að birta hana. 

Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann að for­manni hús­fé­lags húss­ins hafi tek­ist halda sorp­geymsl­unni snyrti­legri en ann­ars myndi sorp flæða út á stétt. 

Í hús­inu eru 39 íbúðir og seg­ir Þór að víða í íbúðum fólks hrúg­ist pok­ar upp og bíða þess að kom­ast í sorp­geymsl­una. 

Bil­un á sorp­hirðubíl­um

Í til­kynn­ingu á vef Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að sorp­hirða Reykja­vík­ur hef­ur ekki getað annað hirðu á papp­ír og plasti nægj­an­lega hratt í Laug­ar­dal, Háa­leiti og Bú­stöðum og Breiðholti.

Úrgang­ur var mik­ill eft­ir hátíðirn­ar og færð verið erfið und­an­farna daga. Þá hafa taf­ir meðal ann­ars orðið vegna bil­un á sorp­hirðubíl­um.

Að jafnaði eru tveir bíl­ar á veg­um verk­tak­ans sem los­ar grennd­argáma höfuðborg­ar­svæðis­ins en um ára­mót­in biluðu báðir bíl­arn­ir.

Því hafa verið taf­ir á los­un grennd­argáma en áhersla er lögð á los­un gáma í hverf­um þar sem taf­ir eru á hirðu við heim­ili. Til þess að draga úr áhrif­un­um hef­ur Sorp­hirða Reykja­vík­ur lánað einn af sín­um sorp­hirðubíl­um til að losa grennd­argáma á kvöld­in. 

Los­un á tunn­um við heim­ili fer nú fram í Hlíðum og Holt­um og er farið aust­ur eft­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert