„Þetta er algjört brjálæði“

Agnes Anna Sigurðardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Kalda, ræddi við blaðamenn …
Agnes Anna Sigurðardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Kalda, ræddi við blaðamenn Morgunblaðsins. mbl.is/Brynjólfur Löve

Hjón­in Agnes Anna Sig­urðardótt­ir og Ólaf­ur Þröst­ur Ólafs­son höfðu aldrei bruggað bjór þegar þau ákváðu að slá til og stofna fyrsta hand­verks­brugg­hús lands­ins árið 2006.

Brugg­húsið Kalda þekkja nú flest­ir lands­menn og eru Bjór­böðin á Árskógs­sandi jafn­framt vin­sæl heilsu­lind inn­lendra jafnt sem er­lendra ferðamanna.

Agnes Anna seg­ir frá for­sögu Kalda í Hring­ferðarviðtali Morg­un­blaðsins. 

Frétt í Heimskringlu

Það var lít­il frétt í Heimskringl­unni árið 2005 um vin­sæld­ir brugg­húsa í Dan­mörku sem kveikti áhuga hjón­anna. Ýmis­legt hafði þá gengið á í lífi þeirra og áttu þau á bratt­ann að sækja.

Ólaf­ur Þröst­ur, sem starfaði á sjó, slasaðist illa á fæti árið 2003 og gat ekki leng­ur stundað sjó­mennsku frá Árskógs­sandi. Þá höfðu einnig komið upp veik­indi inn­an fjöl­skyld­unn­ar.

„Hér á Árskógs­sandi sner­ist allt um sjó­mennsku á þess­um tíma þannig það lá kannski bein­ast við að flytja í burtu en ég gat alls ekki hugsað mér það. Hef alltaf sagt að það sé hvergi eins gott að búa eins og á Árskógs­sandi en ég hef nátt­úru­lega eng­an sam­an­b­urð, ég hef alltaf búið hérna,“ seg­ir Agnes Anna.

Blaðamaður kynnir sér bruggframleiðsluna.
Blaðamaður kynn­ir sér brugg­fram­leiðsluna. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

Gekk á ýmsu

Hjón­in voru opin fyr­ir nýj­um tæki­fær­um og ákváðu að láta slag standa.

„Á þess­um tíma voru bara tveir ris­ar að brugga bjór, ann­ars veg­ar Ölgerðin með Eg­ils Gull og Víf­il­fell með Vík­ing bjór­inn, þannig að það gekk nú á ýmsu að kom­ast inn á þenn­an markað að brugga bjór, hvað þá fyrsta hand­verks­brugg­húsið. En við höfðum enga þekk­ingu né kunn­áttu að brugga bjór. Við höfðum aldrei bruggað bjór þegar að við byrjuðum.“

Þetta er al­gjört brjálæði?

„Þetta er al­gjört brjálæði. Maður sér það þegar maður horf­ir í bak­sýn­is­speg­il­inn að þetta er nátt­úru­lega hálf­gerð geðveiki. Ég hef alltaf sagt að þessi frétt hafi talað til mín,“ seg­ir Agnes.

„Maður­inn minn var út á lóð eitt­hvað að brasa og ég bara kallaði á hann „Óli, það er bara frá­bært tæki­færi fyr­ir okk­ur hérna, við þurf­um ekki að flytja í burtu, við byrj­um bara að brugga bjór!““

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert