Gjaldskrá Hveragerðisbæjar mun hækka um 2,5%, ekki um 8% sem væri í takti við verðlagsþróun síðastliðinna tólf mánaða.
Svo segir í tilkynningu á vef bæjarins en tillaga þess efnis var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 14. desember.
„Þannig vill Hveragerðisbær standa vörð um þá þjóðarsátt sem kallað er eftir í þjóðfélaginu og að sína samfélagslega ábyrgð,“ segir í tilkynningunni.