„Þetta eru risastór tíðindi“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins, fagn­ar mjög þeirri ákvörðun bæj­ar­stjórn­ar Hvera­gerðis að hækka gjald­skrá bæj­ar­ins um aðeins 2,5% en ekki 8% sem væri í takt við verðlagsþróun síðastliðna tólf mánuði.

„Þetta eru gríðarlega mik­il­væg skila­boð frá bæj­ar­stjórn Hvera­gerðis og með þessu vilja bæj­ar­yf­ir­völd taka þátt í þess­ari þjóðarsátt ef þannig má að orði kom­ast,“ seg­ir Vil­hjálm­ur við mbl.is.

Funda með full­trú­um sveit­ar­fé­lag­anna

Vil­hjálm­ur seg­ir að þessi skila­boð hljóti að vekja öll sveit­ar­fé­lög vítt og breitt um landið að fylgja for­dæmi Hver­gerðinga.

„Við mun­um að öll­um lík­ind­um eiga fund með full­trú­um sveit­ar­fé­lag­anna í vik­unni og því er mjög ánægju­legt að geta vitnað í þessa frá­bæru niður­stöðu bæj­ar­stjórn­ar Hvera­gerðis. Þetta eru risa­stór tíðindi.“ 

Hann seg­ir að ef vext­ir og verðbólga lækki hratt eins mark­mið þeirra geri ráð fyr­ir þá muni það skila miklu meiri ávinn­ingi fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in held­ur en þær gjald­skrár­hækk­an­ir sem þau hafa til­kynnt.

Bíðum eft­ir svör­um frá stjórn­völd­um

Vil­hjálm­ur ásamt fleir­um úr for­ystu­sveit breiðfylk­ing­ar stétt­ar­fé­laga á al­menn­um vinnu­markaði, áttu fund með fimm ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar á föstu­dag­inn þar sem stjórn­völd­um voru kynnt­ar kröf­ur verka­lýðsfé­lag­anna.

„Nú stend­ur yfir grein­ing­ar­vinna hjá ráðuneyt­un­um. Við lögðum á borð stjórn­valda niðurnjörvaðar töl­ur út frá okk­ar viðmiðum og nú eru þau að kostnaðarmeta þess­ar til­lög­ur okk­ar. Nú bíðum við bara eft­ir svör­um og ég á al­veg eins von á því að við fáum ein­hverj­ar meld­ing­ar frá þeim fyrr held­ur en seinna,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Á þriðju­dag­inn hitt­ast breiðfylk­ing stétt­ar­fé­lag­anna og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins á fundi með rík­is­sátt­ar­semj­ara en samn­ingsaðilar funduðu tvisvar í þess­ari viku og voru báðir aðilar sam­mála um að góður gang­ur hafi verið í samn­ingaviðræðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert