Breytingar á landrisinu

Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlis­fræðingur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands.
Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlis­fræðingur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands. mbl.is/Eyþór

Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlis­fræðingur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofunni, segir að landris sé jafnvel að færast í aukana í Svartsengi.

„Það er alla vega ekki að hægja á því eins og var,“ segir Benedikt. Þó tekur hann fram að fullsnemmt sé að slá nokkru föstu. Enn sé talsverð skjálftavirkni í kvikuganginum þótt skjálftarnir séu flestir frekar litlir.

Gos fljótlega ætti ekki að koma nein­um á óvart

Benedikt segir hægt að túlka þróunina á marga vegu. Til dæmis að það hafi verið að hægja á innflæðinu en það sé nú að aukast aftur.

„Það getur líka verið að við séum að sjá einhverjar breytingar á því hvernig landrisið hegðar sér. Það getur verið að breiða úr sér, eða að það hafi verið að breiða úr sér og þess vegna hafi hraðinn verið að minnka aðeins. Við þurfum að fá miklu betri skorður áður en við getum farið að túlka þróunina af einhverju viti. Ég myndi vilja sjá InSAR-mynd af þessu,“ segir Benedikt og bætir við að gervitungl fari yfir í vikunni, en óvíst sé hversu góðum myndum þau nái vegna veðurskilyrða.

Benedikt segir að það ætti ekki að koma neinum á óvart ef færi að gjósa aftur fljótlega. „Ef við spáum bara í flæðið sem hefur verið metið inn, þá ætti að vera kannski tæp vika í að það verði komið sama rúmmál og sást koma upp í gosinu í desember. Það voru einhverjir ellefu milljón rúmmetrar. Aftur á móti virðist hæðin á landrisinu vera komin nokkuð yfir það sem hún var 18. desember. Svo er alltaf erfitt að túlka nákvæmlega hvað það þýðir. Svona kerfi hagar sér ekkert endilega alltaf eins á milli atburða. Jarðskorpan og allar aðstæður breytast við hvert eldgos,“ segir Benedikt Gunnar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert