Breytingar á landrisinu

Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlis­fræðingur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands.
Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlis­fræðingur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands. mbl.is/Eyþór

Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, jarðeðlis­fræðing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stof­unni, seg­ir að landris sé jafn­vel að fær­ast í auk­ana í Svartsengi.

„Það er alla vega ekki að hægja á því eins og var,“ seg­ir Bene­dikt. Þó tek­ur hann fram að fullsnemmt sé að slá nokkru föstu. Enn sé tals­verð skjálfta­virkni í kviku­gang­in­um þótt skjálft­arn­ir séu flest­ir frek­ar litl­ir.

Gos fljót­lega ætti ekki að koma nein­um á óvart

Bene­dikt seg­ir hægt að túlka þró­un­ina á marga vegu. Til dæm­is að það hafi verið að hægja á inn­flæðinu en það sé nú að aukast aft­ur.

„Það get­ur líka verið að við séum að sjá ein­hverj­ar breyt­ing­ar á því hvernig landrisið hegðar sér. Það get­ur verið að breiða úr sér, eða að það hafi verið að breiða úr sér og þess vegna hafi hraðinn verið að minnka aðeins. Við þurf­um að fá miklu betri skorður áður en við get­um farið að túlka þró­un­ina af ein­hverju viti. Ég myndi vilja sjá InS­AR-mynd af þessu,“ seg­ir Bene­dikt og bæt­ir við að gervi­tungl fari yfir í vik­unni, en óvíst sé hversu góðum mynd­um þau nái vegna veður­skil­yrða.

Bene­dikt seg­ir að það ætti ekki að koma nein­um á óvart ef færi að gjósa aft­ur fljót­lega. „Ef við spá­um bara í flæðið sem hef­ur verið metið inn, þá ætti að vera kannski tæp vika í að það verði komið sama rúm­mál og sást koma upp í gos­inu í des­em­ber. Það voru ein­hverj­ir ell­efu millj­ón rúm­metr­ar. Aft­ur á móti virðist hæðin á landris­inu vera kom­in nokkuð yfir það sem hún var 18. des­em­ber. Svo er alltaf erfitt að túlka ná­kvæm­lega hvað það þýðir. Svona kerfi hag­ar sér ekk­ert endi­lega alltaf eins á milli at­b­urða. Jarðskorp­an og all­ar aðstæður breyt­ast við hvert eld­gos,“ seg­ir Bene­dikt Gunn­ar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka