„Höfum áhyggjur af stöðunni“

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, kveðst hafa áhyggjur af stöðunni.
Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, kveðst hafa áhyggjur af stöðunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðir Reyn­is­son, sviðsstjóri al­manna­varna, seg­ir að menn séu vita­skuld áhyggju­full­ir vegna stöðunn­ar á Reykja­nesskag­an­um. Sterk­ar vís­bend­ing­ar eru um að stutt sé í að það það gjósi á nýj­an leik.

„Við höf­um auðvitað áhyggj­ur af stöðunni. Það er mæl­an­leg­ur mun­ur á hraða landriss­ins síðustu dag­ana og það virðist ekk­ert lát vera á því. Við eig­um langt í land með það að varn­argarðarn­ir við Grinda­vík verði til­bún­ir fyr­ir ein­hverja al­vöru áreynslu,“ seg­ir Víðir við mbl.is.

Verða í hálfri hæð

Víðir seg­ir að hluti garðsins sem sé verið að vinna við núna muni hjálpa eitt­hvað til en komi ekki til með að þola öfl­ug­an hraun­straum.

Verið er að setja upp tvo hluta Grinda­vík­ur­varn­argarðsins sem verður full­reist­ur í átta hlut­um. Þeir hlut­ar sem rísa nú verða í hálfri hæð.

„Það var mik­il­vægt að fara af stað í gerð varn­argarðanna og nota tím­ann í að und­ir­búa áfram­haldið og við erum á fullu í því að skoða staðsetn­ing­ar bet­ur þannig að við get­um lagt fram til­lögu með góðri kostnaðaráætl­un í fram­hald­inu sem stytt­ist í að við ger­um,“ seg­ir Víðir.

Frá vinnu við varnargarða við Grindavík í gær.
Frá vinnu við varn­argarða við Grinda­vík í gær. mbl.is/Ó​ttar

Útil­oka ekki gos í Grinda­vík og við Svartsengi

Ekki er að heyra annað frá okk­ar helstu vís­inda­mönn­um en að þeir reikni með að gos verði?

„Við erum búin að sitja í tvo klukku­tíma og fara yfir stöðuna með nokkuð stór­um hópi og við erum líka að horfa til lengri tíma. Það má bú­ast við svona at­b­urðarás aft­ur og aft­ur. Jarðsag­an seg­ir okk­ur það að þetta geti end­ur­tekið sig með ein­hverju milli­bili eða staðið yfir nokkuð lengi eins og núna,“ seg­ir Víðir.

Hann seg­ir að þótt það sé langlík­leg­ast að það gjósi á Sund­hnúkagígaröðinni þá vilji vís­inda­menn ekki úti­loka að gos geti komið upp bæði inni í Grinda­vík og í Svartsengi.

„Við erum bara á tán­um og allt kerfi okk­ar er í gangi,“ seg­ir Víðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka