Kvikugeymslan við þolmörkin

Sérfræðingar okkar í jarðeðlisfræði og eldfjallafræði hafa ekki alltaf talað …
Sérfræðingar okkar í jarðeðlisfræði og eldfjallafræði hafa ekki alltaf talað í sömu átt þegar kemur að jarðhræringum enda oft erfitt að lesa í gögnin og breytingar tíðar. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Eyþór/Kristinn

Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, tel­ur að eld­gos geti haf­ist að nýju við Sund­hnúkagígaröðina á Reykja­nesskaga á næstu dög­um.

Hann bend­ir á að land hafi fallið ein­hverj­um klukku­stund­um fyr­ir gosið í des­em­ber, en ekki sé komið að því í þetta skiptið. „Það er ekki farið að detta niður enn þá.“ Ef greini­legt svig komi fram á gps-mæl­ing­um, t.d. í Svartsengi, gæti það þýtt að gos sé í aðsigi.

Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, jarðeðlis­fræðing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að um til­vilj­un gæti hafa verið að ræða þegar land féll fyr­ir síðasta gos.

„Ég var ekki al­veg á því að það væri hægt að túlka það þannig, þetta gæti hafa verið til­vilj­un. Það var bara ein stöð sem sýndi þetta. Það er nátt­úru­legt flökt í svona gögn­um og stund­um fell­ur það flökt akkúrat inn í eitt­hvert merki og þá lít­ur út fyr­ir að það sé eitt­hvað.

Það var eng­inn merkj­an­leg­ur fyr­ir­vari fyr­ir síðasta gos nema þegar skjálfta­hrin­an byrjaði og þá byrjaði líka af­lög­un sem við sáum mjög skýrt á raun­tíma­úr­vinnsl­unni. Það var ekk­ert mik­ill aðdrag­andi. Það var alla vega ekk­ert skýrt sem hægt var að nota sem fyr­ir­vara,“ seg­ir Bene­dikt.

Að renna inn í einn at­b­urðinn í viðbót

Þró­un­inni síðustu daga svipi til at­b­urðarás­ar­inn­ar fyr­ir eld­gosið 18. des­em­ber að mati Þor­vald­ar. Landrisið í Svartsengi sé orðið meira en þá og landrisið við Eld­vörp­in að nálg­ast sömu hæð og síðast.

„Mér finnst þetta vera teikn um það að við erum í raun og veru að renna í einn at­b­urðinn í viðbót,“ seg­ir Þor­vald­ur. Alltaf sé þó mögu­leiki á að minna landris og skjálfta­virkni þýði að „þetta sé að logn­ast út af“.

Hin sviðsmynd­in, sem Þor­vald­ur tel­ur lík­legri, er að kviku­geymsl­an sé að fyll­ast og sé kom­in að þol­mörk­um. „Það er búið að teygja eins mikið á þak­inu og veggj­un­um á geymsl­unni og hægt er. Þetta er eins og með teygju; ef þú strekk­ir og strekk­ir þá verður alltaf erfiðara að strekkja eft­ir því sem þú strekk­ir meira þar til hún brest­ur. Það gæti verið fyr­ir­boðinn á því að við séum kom­in að þess­um þol­mörk­um. Ef það er rétt þá gæt­um við fengið gos eða ein­hvern at­b­urð í gang á næstu klukku­tím­un­um eða kannski næstu dög­um.“

Lítið gos en öfl­ugt í byrj­un

Þor­vald­ur tel­ur að komi til eld­goss þá verði það með svipuðu sniði og það sem hófst 18. des­em­ber. Það gæti orðið lítið í heild­ina, en öfl­ugt í byrj­un. „Það hef­ur nú ekki svaka­lega mikið magn af kviku safn­ast fyr­ir í þessu grunna hólfi. Þetta er á bil­inu 5-10 millj­ón­ir rúm­metra af kviku, sem telst ekki mikið. Þetta yrði kannski lítið og stutt gos en með sjón­arspili í byrj­un.“

Hvað varðar ná­kvæma staðsetn­ingu á nýju gosi seg­ir Þor­vald­ur erfitt að segja til um það. Langlík­leg­ast sé þó að það gjósi á svipuðum slóðum og síðast. Ný kvika myndi þá renna um gos­rás­ina sem myndaðist í des­em­ber frá kviku­geymsl­unni og á yf­ir­borðið.

„Mér finnst lík­legt að það myndi eiga auðveld­ast með að opna þann far­veg aft­ur og kvika færi þá þar upp. Ef það er kvika í þess­ari gos­rás þá hef­ur hún ekk­ert storknað af neinu viti. Ný kvika ætti þá auðvelt með að koma þar upp.“

Eins og Þor­vald­ur tel­ur Bene­dikt að það stytt­ist í næsta gos. „Það er frek­ar lík­legt held ég,“ seg­ir Bene­dikt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka