Metfjöldi útkalla á síðasta ári

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út 303 sinnum á síðasta ári.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út 303 sinnum á síðasta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Flugdeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út 314 sinnum á síðasta ári, bæði á þyrlum og flugvél. Þetta er fimmtán útköllum meira en árið 2022 og þar með nýtt met. Alls voru 115 útköll á fyrsta forgangi, 136 á öðrum forgangi, 51 útkall var á þriðja og 12 á fjórða.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar.

TF-SIF í 11 verkefnum

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti mun fleiri útköllum en áhöfn TF-SIF, sem er sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs. Þannig voru þyrlurnar kallaðar út í 303 verkefni yfir árið en flugvélin aðeins í 11 verkefni.

Af þeim 314 verkefnum sem flugdeildin sinnti var rúmur helmingur vegna sjúkraflutninga á landi eða á sjó eða 161 útkall. Sjúklingar voru samtals 183. Flest útköllin voru á Suðurlandi en þó nokkur fjöldi einnig á Suðurnesjum vegna jarðhræringa á Reykjanesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert