Mótmæli við Alþingishúsið vekja upp spurningar

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að skilningur sé á því …
Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að skilningur sé á því að fólk megi mótmæla hvar sem er, það sé mikilvægur réttur. mbl.is/Óttar

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, veit ekki til þess að tjaldbúðir á Austurvelli hafi komið á borð Reykjavíkurborgar. „Við höfum haft skilning á því að fólk megi mótmæla hvar sem er, það er mikilvægur réttur,“ segir hann.

Tjaldbúðir Palestínuaraba á Austurvelli, sem þar hafa staðið frá 27. desember eru andstæðar lögreglusamþykkt Reykjavíkur sem segir að aðeins megi tjalda á sérmerktum tjaldstæðum.

Sannarlega óvenjulegt

„Þetta er sannarlega nokkuð óvenjulegt en ég veit ekki til þess að það hafi verið rætt innan borgarkerfisins,“ segir Einar og kveðst munu kynna sér málið nánar, þar á meðal hvernig standi á því að rafkapall liggur óvarinn úr tengikassa Orkuveitunnar á Austurvelli inn í tjaldbúðirnar.

Aðgerðarsinn­ar af­hentu ráðherr­um kröfu­gerð um aðgerðir varðandi fjöl­skyldusam­ein­ing­ar.
Aðgerðarsinn­ar af­hentu ráðherr­um kröfu­gerð um aðgerðir varðandi fjöl­skyldusam­ein­ing­ar. mbl.is/Eyþór

Fara yfir lagalega stöðu í kjölfar öflunar upplýsinga

Birgir Ármannsson forseti Alþingis vildi að svo stöddu ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að aflað yrði upplýsinga um stöðu þess hjá lögreglu og Reykjavíkurborg og um leið farið yfir lagalega stöðu þingsins.

Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gerir þetta að umtalsefni og þykir honum ekki við hæfi að þrengt sé að þinginu og helgi Austurvallar með þessum hætti, auk þess sem öryggissjónarmiða sé ekki gætt.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert