Mótmælin til fyrirmyndar að mati lögreglu

Mótmælin hafa farið vel fram að mati lögreglu.
Mótmælin hafa farið vel fram að mati lögreglu. mbl.is/Árni Sæberg

Mótmæli Palestínumanna á Austurvelli hafa verið til fyrirmyndar að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem ekki hefur þurft að hafa nein afskipti af mótmælunum síðan þau hófust þann 27. desember. 

Mótmælendur hafa í tvígang sótt um afnotaleyfi af Austurvelli til borgaryfirvalda og fengið samþykkt. Nú síðast var leyfið endurnýjað fyrir helgi og gildir það til 17. janúar að sögn Unnars Más Ástþórssonar, aðal­varðstjóra hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Allt farið vel fram

„Þetta hefur bara farið mjög vel fram það sem af er, án afskipta lögreglu þannig lagað,“ segir Unnar sem útskýrir að lögreglan hafi farið á svæðið til að kanna stöðuna, en ekki skipt sér af mótmælunum sem slíkum. 

„Þetta hefur allt verið til fyrirmyndar að okkar mati.“

Mótmælendurnir halda til í tjöldum á Austurvelli.
Mótmælendurnir halda til í tjöldum á Austurvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Vonar að fólk sé vel búið

Spurður hvort áhyggjur séu uppi af öryggismálum á svæðinu segir Unnar svo ekki vera. Einu áhyggjurnar sem löglegan hafi séu af veðrinu, enda búið að vera kalt og mikil hláka undanfarið, segir hann.  

„Það er vonandi að fólk sé vel búið við þessar aðstæður, sé þurrt og svoleiðis,“ segir Unnar en bætir við að lögreglan hafi ekki komið að því sem slíku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert