Óvíst hvenær má veiða í Varmá

Vinna stendur yfir við að greina fráveitumál Hveragerðisbæjar.
Vinna stendur yfir við að greina fráveitumál Hveragerðisbæjar. Ljósmynd/Njörður Sigurðsson

„Í grunninn erum við lögð af stað í þá vegferð að greina fráveitumál bæjarins,“ segir Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, spurður til hvaða úrbóta verði gripið vegna skólpmengunar í Varmá.

Síðasta vor var greint frá því að skólphreinsistöð Hveragerðisbæjar væri orðin of lítil og gæti ekki tekið við öllu skólpinu frá bænum. Var Varmá lokuð fyrir veiðimönnum allt síðasta sumar vegna þess.

Samþykkja áætlanir um rannsóknir

Í fundargerð bæjarráðs Hveragerðis kemur fram að bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áætlun Hafrannsóknastofnunar um rannsóknir á efnabúskap og lífríki í Varmá. Jafnframt að bæjarstjórn samþykki kostnaðinn sem fylgir áætluninni. „Við höfum tekið ákvörðun um að leggja til fjármuni á næstu þremur árum í fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar til að vinna þá vinnu,“ segir Geir.

Hann geti ekki sagt hvað kostnaðurinn hljóðar upp á. Spurður hvort vitað sé hvenær hægt verði að veiða í Varmá á ný svarar Geir því neitandi. Hann segir vonir bundnar við að síðar í mánuðinum liggi næstu skref fyrir í málinu. Hann bætir við að það geti leitt til þess að ný stöð verði byggð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert