„Við komumst bara ekki eins hratt yfir“

Dagur sorphirðufólks hefst snemma.
Dagur sorphirðufólks hefst snemma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tví­skipt­ar tunn­ur, ill­fær­ar heim­reiðar, bil­an­ir í tækja­búnaði, jól­in og breytt neyslu­mynst­ur eru meðal ástæðna fyr­ir því að erfiðlega hef­ur gengið að halda áætl­un við sorp­hirðu á end­ur­vinnslutunn­um í Reykja­vík. 

Sorp hef­ur víða safn­ast upp á heim­il­um og íbú­ar marg­ir hverj­ir ósátt­ir við að ekki sé búið að losa tunn­urn­ar. Sorp­hirðufólk á veg­um borg­ar­inn­ar ger­ir hvað það get­ur til að halda í við sorp­hirðu og hef­ur ým­ist lengt vinnu­dag sinn og bætt við sig helgar­vinnu.

Sorp­hirða vinnst illa eft­ir klukk­an fjög­ur

„Við erum vissu­lega eft­ir á í pappa og plasti og erum að reyna að vinna okk­ur upp með auka vinnu­dög­um,“ seg­ir Atli Ómars­son, deild­ar­stjóri sorp­hirðu hjá Reykja­vík­ur­borg. Hann seg­ir að erfitt sé að lengja vinnu­dag­inn mikið þar sem sorp­hirða vinn­ist illa eft­ir klukk­an fjög­ur á dag­inn, þegar um­ferð er mik­il, þess í stað byrji dag­ur­inn snemma og er sorp­hirðufólk komið af stað klukk­an sex alla daga. 

Spurður hvers vegna vand­inn sé jafn mik­ill og raun ber vitni seg­ir Atli að hægst hafi á sorp­hirðu í kjöl­far þess að tví­skipt­um tunn­um, fyr­ir plast og pappa, var komið fyr­ir fyr­ir utan sér­býli fólks. 

„Við kom­umst bara ekki eins hratt yfir,“ seg­ir Atli og út­skýr­ir að áður hafi verið hægt að losa fleiri en eina tunnu í einu, en nú sé ein­ung­is hægt að losa eina tví­skipta tunnu í einu. 

Auk þess kom upp bil­un í tækja­búnaði sem erfiðlega geng­ur að laga þar sem fram­leiðandi tækja­búnaðar­ins varð gjaldþrota seinnipart síðasta árs, seg­ir Atli. Hann bind­ur þó von­ir við að hægt verði að ráða fram úr þeim vanda sem fyrst og seg­ir að unnið sé að því í sam­vinnu við inn­flytj­anda tækja­búnaðar­ins að fá vara­hluti hingað til lands. 

Von á þrem­ur nýj­um bíl­um

Í ofanálag auðveld­ar árs­tím­inn ekki sorp­hirðu, að sögn Atla. Hvorki veðurfar né neyslu­mynst­ur Íslend­inga yfir hátíðirn­ar, seg­ir hann og biðlar til fólks um vinna með sorp­hirðufólki. Ýmist með því að moka frá tunn­un­um, salta og sanda, geyma inni pappa og plast sem ekki lykt­ar, eða fara með um­fram sorp, sem ekki kemst í tunn­urn­ar, á end­ur­vinnslu­stöðvar Sorpu. 

„Fólk mætti líka ganga bet­ur um ílát­in sín,“ seg­ir Atli og legg­ur áherslu á að pappi og plast sé rúm­máls­frek­ur úr­gang­ur. Því verði fólk að nýta vel plássið í tunn­un­um og brjóta efnið sam­an, „ekki troða,“ seg­ir Atli og út­skýr­ir fyr­ir blaðamanni að það geti tafið sorp­hirðu þegar búið er að troða miklu í tunn­urn­ar og þannig „stífla“ þær. 

„Sorpílát er tak­mörkuð auðlind sem að fólk verður að nýta vel. Brjóta sam­an efnið og ekki troða,“ seg­ir Atli.

Að sögn Atla er verið að bregðast við um­rædd­um vanda með því að auka við bíla­flota sorp­hirðunn­ar sem á von á þrem­ur nýj­um bíl­um á vor­mánuðum. Þangað til seg­ir hann erfitt að ráða fram úr vand­an­um öðru­vísi en að biðla til fólks um gera hvað það get­ur til að ein­falda sorp­hirðufólki verkið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert