Ráða ekki við eigið kerfi

Ástandið er ekki glæsilegt í ruslageymslu hússins eins og glöggt …
Ástandið er ekki glæsilegt í ruslageymslu hússins eins og glöggt má sjá á myndinni sem ljósmyndari blaðsins tók um liðna helgi. mbl.is/Árni Sæberg

Einn eig­enda fjöl­býl­is­húss í Braut­ar­holti í Reykja­vík furðar sig á því að þjón­ustuaðilar hjá Reykja­vík­ur­borg neiti að fjar­lægja sorptunn­ur þegar þeir séu sjálf­ir á eft­ir áætl­un og í staðinn sé boðið að borga auka­lega fyr­ir að sorpið sé hirt.

Þor­geir Jó­hanns­son tjáði Morg­un­blaðinu í gær að sorp hefði ekki verið tæmt í fjöl­býl­is­hús­inu fyr­ir jól eins og til stóð. Þeir sem ættu að tæma sorpið hefðu ekki skilað sér fyrr en eft­ir ára­mót. Þá var ástandið orðið skraut­legt eins og meðfylgj­andi mynd­ir sýna.

„Þeir slepptu því al­veg að taka ruslið“

Fóru þjón­ustuaðilarn­ir án þess að hirða sorp nema að litlu leyti og skildu eft­ir miða þar sem fram kom að blá­ar tunn­ur hefðu ekki verið tæmd­ar þar sem þær væru yf­ir­full­ar.

„Þeir áttu að koma fyr­ir jól en komu ekki fyrr en eft­ir ára­mót. Þá voru tunn­urn­ar orðnar yf­ir­full­ar enda lang­ur tími liðinn frá því að ruslið var síðast sótt. Þeir slepptu því al­veg að taka ruslið sem fylg­ir bláu tunn­un­um,“ seg­ir Þor­geir og hann velt­ir fyr­ir sér af hverju þeir taka ekki tunn­urn­ar og tæma við þess­ar aðstæður en skilja íbú­ana eft­ir með það rusl sem er um fram. Ekki náðist í um­sjón­ar­mann hjá Reykja­vík­ur­borg við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Ruslið lá á víð og dreif þegar ljósmyndara bar að …
Ruslið lá á víð og dreif þegar ljós­mynd­ara bar að garði. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Bauð los­un gegn auka­gjaldi

Á vef borg­ar­inn­ar kem­ur fram að bláu tunn­urn­ar séu tæmd­ar á 21 dags fresti. Þann 5. janú­ar sendi borg­in frá sér til­kynn­ingu þess efn­is að ekki hefði tek­ist að hirða papp­ír og plast nægi­lega hratt í nokkr­um hverf­um borg­ar­inn­ar. Mik­ill úr­gang­ur hefði verið eft­ir hátíðirn­ar og færð erfið. Los­un á grá­um/​brún­um tunn­um væri hins veg­ar á áætl­un.

Þor­geir seg­ir viðbrögðin í þjón­ustu­veri borg­ar­inn­ar vera á þá leið að bjóða upp á los­un gegn auka­gjaldi.

„Þar var okk­ur boðið að kaupa hjá þeim auka­los­un. Vegna þess að þeir koma ekki á rétt­um tíma, held­ur tveim­ur vik­um of seint, þá á kostnaður að falla á okk­ur! Borg­in get­ur ekki staðið við los­un á rétt­um tíma og þá er það okk­ar vanda­mál sem við eig­um að borga auka­lega fyr­ir.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert