Sér ekki ráðuneytis hrókeringar fyrir sér

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, telur ekki að álit umboðsmanns Alþingis stefni stjórnarsambandinu í hættu.

Þetta segir ráðherrann í samtali við mbl.is en hann kveðst ekki sjá fyrir sér neinar „hrókeringar“ vegna málsins.

„Við vitum af óánægju með þetta mál hjá þingmönnum samstarfsflokka VG og það hefur legið fyrir frá því í sumar þegar matvælaráðherra tók þessa ákvörðun.“

Ekki enn komin fram vantrauststillaga

Ef til þess kemur að vantrauststillaga verði lögð fram og samþykkt, þá eru til nýleg fordæmi fyrir því að ráðuneytisskipti eigi sér stað. Telur þú einhverjar líkur á að þið farið þá leið? 

„Í fyrsta lagi þá er ekki komin fram vantrauststillaga og í öðru lagi veit ég líka að í matvælaráðuneytinu er auðvitað verið að rýna þessa niðurstöðu umboðsmanns,“ segir Guðmundur.

„Svo ég held að það sé allt of snemmt að fara að velta einhverju svona fyrir sér, fyrir nú utan það að ég sé ekki fyrir mér að það sé verið að gera hrókeringar út af þessu máli.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert