Áfrýja átta ára manndrápsdómi: „Vonbrigði“

Snorri Sturluson ásamt Steinþóri Einarssyni.
Snorri Sturluson ásamt Steinþóri Einarssyni. mbl.is/Sonja

Snorri Sturluson, verjandi Steinþórs Einarssonar sem var dæmdur í átta ára fangelsi í gær fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana, segist ætla að áfrýja dómnum.

„Þessi dómur er vonbrigði og ekki í samræmi við væntingar. Þessu máli verður áfrýjað,” segir Snorri.

Bar fyrir sig neyðarvörn

Dóm­ur­inn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norður­lands eystra í gær.

Steinþóri er einnig gert að greiða tveim­ur ólögráða börn­um Tóm­asar sex millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur hvoru um sig og skaðabæt­ur upp á 6,6 millj­ón­ir ann­ars veg­ar og 4,4 hins veg­ar.

Steinþór bar fyr­ir sig neyðar­vörn í mál­inu. Fór verj­andi hans fram á að Steinþór yrði sýknaður af öll­um ákær­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert