Fjölmennt lið og kranabíll að störfum í Grindavík

Frá vettvangi fyrir skömmu.
Frá vettvangi fyrir skömmu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmennt lið viðbragðsaðila er að störfum í Grindavík þar sem verktaka, sem var að vinna við að fylla upp í stóru sprunguna sem liggur í gegnum bæinn, er leitað.

Vinnufélagi mannsins tilkynnti lögreglu um hvarf hans á ellefta tímanum í morgun og er óttast að hann hafi fallið ofan í sprunguna.

Frá aðgerðum í Grindavík.
Frá aðgerðum í Grindavík. mbl.is/Klara

Tugir koma að leitinni

Viðbragðsaðilar hafast við á svæði við gatnamót Vesturhóps og Hópsbrautar þar sem sprungan liggur í gegn.

Blaðamaður mbl.is á vettvangi segir fjölda björgunarsveita-, lögreglu- og sjúkrabíla á vettvangi, auk kranabíls sem virðist vera notaður við aðgerðina. Einnig er notast við dróna úr lofti.

Tugir viðbragðsaðila koma að leitinni.

Björgunarsveitarmenn arka um svæðið.
Björgunarsveitarmenn arka um svæðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert