Fresta allri vinnu eftir slysið

Frá vettvangi í Grindavík fyrr í dag.
Frá vettvangi í Grindavík fyrr í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gera má ráð fyrir að vinnu við að fylla í sprungur í Grindavík verði frestað næstu daga. Þetta staðfestir Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands, í samtali við mbl.is.

Þetta staðfestir Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands (NTÍ), í samtali við mbl.is.

NTÍ hefur að undanförnu séð um að fylla í sprungur í nágrenni við nokkur hús í Grindavík svo að starfsfólk eigi auðveldara með að framkvæma skoðanir á húsum. 

Viðbragðsaðilar hafa athafnað sig við heim­keyrslu ein­býl­is­húss í Grindavík í dag þar sem óttast er að maður hafi fallið ofan í sprungu, þegar hann var einn við vinnu við jarðvegsþjöpp­un eft­ir sprungu­fyll­ingu. Mannsins er enn leitað.

Viðbragðssaðilar hafa athafnað sig við heim­keyrslu ein­býl­is­húss í Grindavík í …
Viðbragðssaðilar hafa athafnað sig við heim­keyrslu ein­býl­is­húss í Grindavík í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óvíst hversu lengi vinnu er frestað

Til­kynn­ing um slysið barst klukk­an 10.18 í morg­un og hef­ur fjöl­mennt lið viðbragðsaðila leitað manns­ins í all­an dag. 

Hulda kveðst ekki hafa frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu en segir að vinnu við sprungurnar verði frestað næstu daga. Hversu lengi er ekki búið að ákeða.

„Við erum bara enn þá í áfalli hérna. Við erum ekkert komin lengra í að skipuleggja næstu daga,“ segir Hulda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert