Klára að uppfæra sáttmálann á næstu vikum

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu getur verið þung.
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu getur verið þung. mbl.is/Árni Sæberg

Upp­færslu sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins verður lokið á næstu vik­um. Þetta seg­ir Páll Björg­vin Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu (SSH).

Verk­efnið átti að klár­ast síðasta sum­ar en það hef­ur dreg­ist á lang­inn. 

„Hálf­gerð von­brigði“

„Þetta geng­ur ágæt­lega núna en það eru hálf­gerð von­brigði hvað þetta hef­ur tekið lang­an tíma. En að sama skapi er þetta mjög vanda­samt. Það er verið að vanda til verka í áætlana­gerðinni og upp­færsl­unni á fram­kvæmda­áætl­un­inni og ýmis álita­mál koma eðli­lega upp í svona sam­starfs­verk­efni rík­is og sveit­ar­fé­laga,” seg­ir Páll Björg­vin, spurður út í gang­inn verk­efn­inu.

Hann seg­ir það komið mjög langt á veg en að enn eigi eft­ir að klára umræðu um veiga­mikla þætti, ann­ars veg­ar varðandi það hvernig fram­kvæmda­áætl­un­in skuli kláruð og hins veg­ar um fjár­mögn­un­ina.

„Það skipt­ir mál að þetta fari að klár­ast en það þarf að vanda til verka líka og þetta er ekki ein­falt verk­efni,” bæt­ir Páll Björg­vin við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert