Tveir menn sigu ofan í sprunguna í Grindavík skömmu fyrir klukkan 18 í dag. Blaðamaður mbl.is á vettvangi greinir svo frá.
Viðbragðsaðilar hafa í dag mokað upp úr sprungunni og komið fyrir netum til að varna því að meira grjót falli niður.
Tilkynnt var um slysið á ellefta tímanum í morgun og hafa björgunaraðilar verið á vettvangi í allan dag. Talið er að einn maður hafi fallið niður í sprunguna, en hann var einn að störfum að þjappa jarðveg ofan í sprungu þegar slysið varð.
Uppfært 18.15:
Mennirnir í körfunni eru komnir aftur upp úr sprungunni og byrjað er að grafa aftur við op sprungunnar.