Sprungan talin vera 20-30 metra djúp

Alls eru 99 manns við björgunarstörf í Grindavík í kvöld.
Alls eru 99 manns við björgunarstörf í Grindavík í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgunaraðilar á vettvangi í Grindavík telja að sprungan, sem maður féll ofan í fyrir hádegi í dag, sé 20 til 30 metra djúp. 

Alls tóku 124 þátt í björgunarstörfum í Grindavík í dag og voru 99 manns á vettvangi nú í kvöld að sögn Jóns Þórs Víglundssonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Björgunaraðgerðir standa enn yfir en björgunaraðilar hafa sigið með körfu niður í sprunguna nokkrum sinnum í dag. Þá hafa þeir á milli tilrauna mokað jarðvegi upp úr sprungunni.

Körfubíll varð straumlaus í Grindavík en slökkviliðsbíll veitti honum straum.
Körfubíll varð straumlaus í Grindavík en slökkviliðsbíll veitti honum straum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfubíllinn straumlaus en brugðist hratt við

Einn slökkviliðsbíll til viðbótar var sendur til Grindavíkur í kvöld. Virðist sem körfubíllinn sem björgunaraðilar hafa notast við í dag hafi orðið straumlaus, en slökkviliðsbíllinn gaf körfubílnum start.

Tilkynnt var um slysið á ellefta tímanum á morgun. Maður sem var að þjappa jarðvegi í sprungu við hús í Grindavík féll niður um sprungu. Engin vitni urðu að slysinu að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 

Maðurinn sinnti verki sem miðar að því að tryggja öryggi umhverfis og hússins sem stendur við sprunguna. Verkefnið tengist tjónamati og öryggisaðgerðum á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert