Telja mann hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík

Frá aðgerðum í Grindavík.
Frá aðgerðum í Grindavík. mbl.is/Klara

Leit stendur yfir að karlmanni í Grindavík og er viðbúnaður þar mikill. Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Talið er að maðurinn hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík. Jón Þór tekur þó fram að það sé ekki vitað með vissu.

Tilkynning um málið barst um klukkan 10.40 í morgun.

Í samtali við Vísi kveðst Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri ekki vita til þess að einhver hafi séð til mannsins falla ofan í sprunguna. Grunur hafi vaknað um slysið.

Verktaki sem var að störfum

Lögregla, slökkviliðið í Grindavík og björgunarsveitir koma að leitinni.

Uppfært klukkan 11.53:

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesja, segir að um sé að ræða verktaka sem var að störfum við að fylla upp í sprunguna.

Stendur leitin enn yfir.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert