Maðurinn sem leitað er að í Grindavík var einn við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu þegar hann hvarf.
Óttast er að maðurinn hafi fallið ofan í djúpa sprungu á svæðinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.
Tilkynning um vinnuslys barst klukkan 10.18 í morgun.
Leit stendur enn yfir og kemur fjölmennt lið viðbragðsaðila að henni, björgunarsveitarmenn, slökkvilið, lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra.