Vefur mbl.is lá niðri í morgun

Stuttu fyrir hálffimm í morgun sló út rofa í dreifistöð A12 hjá Veitum og við það urðu fjórar dreifistöðvar Veitna rafmagnslausar.

Vararafmagn fyrir vefþjóna mbl.is þraut í kjölfarið og vefþjónar duttu út. Vefur mbl.is lá niðri í og bilunin hafði einnig áhrif á útsendingu K100 og RETRO.

Vefur mbl.is var kominn upp að fullu um áttaleytið í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Veitum voru flestir notendur komnir með rafmagn rúmri klukkustund síðar. Golfvöllurinn Grafarholti er enn rafmagnslaus.

Strengurinn milli dreifistöðvar 1238 sem er við Hádegismóa 1a og dreifistöð 0504 nálægt Golfvelllinum er bilaður og þarfnast mælingar og viðgerðar. Viðgerð stendur yfir.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert