70 björgunarmenn taka þátt í aðgerðum

Frá aðgerðum í Grindavík nú í morgun.
Frá aðgerðum í Grindavík nú í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls taka nú sjötíu björgunarmenn þátt í leitinni að manninum sem féll ofan í sprunguna í Grindavík í gær.

Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Sem stendur er talsverður vindur i Grindavík og mikil rigning.

Frá aðgerðum í Grindavík í morgun.
Frá aðgerðum í Grindavík í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Krefjandi aðstæður

Alls hafa um 200 manns tekið þátt í aðgerðunum frá því gærmorgun en leitin að manninum hefur enn engan árangur borið.

Einn til tveir menn síga niður í sprunguna í einu og eru í 10-20 mínútur í senn en aðstæður eru mjög krefjandi og gæta þarf að öryggi björgunarmanna að sögn Jóns Þórs.

Um 200 björgunarsveitamenn hafa komið að aðgerðum frá í gær.
Um 200 björgunarsveitamenn hafa komið að aðgerðum frá í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka