Frávísunum fjölgar mjög

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir landamærin tiltölulega greiðfær fyrir erlenda brotamenn …
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir landamærin tiltölulega greiðfær fyrir erlenda brotamenn sem hingað sækja stíft. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sérrefsilagabrotum fjölgaði um 37% í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á milli áranna 2022 og 2023, en sérrefsilagabrot eru brot á öðrum lögum en almennum hegningarlögum. Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir einnig að samkvæmt tölfræði ríkislögreglustjóra hafi fjölgun á skráðum sérrefsilagabrotum á landinu öllu numið um 10% á milli sömu ára. Segir hann skýringuna á þessari fjölgun m.a. vera skráð afskipti lögreglunnar á Suðurnesjum á grundvelli laga um útlendinga, einkum á landamærum og landamærastöð í flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Árið 2022 voru skráð afskipti lögreglunnar af slíkum málum 210 talsins samtals en þau voru alls 803 árið 2023, sem er nær fjórföldun á milli ára. Segir Úlfar að þar af séu frávísanir á grundvelli laga um útlendinga 654 talsins. Af þeim eru 612 frávísanir sem varða þriðja ríkis borgara og 42 frávísanir borgara EES- eða EFTA-landana, en þær frávísanir tengjast ætlaðri skipulagðri brotastarfsemi, vændi og peningaþvætti.

Þeir aðilar sem vísað var frá við komuna til landsins á árinu 2023 höfðu rúmlega 80 ríkisföng. Flestir þeirra voru frá Albaníu, Georgíu og Nígeríu, en einnig frá Bandaríkjunum og fjölgaði frávísunum milli áranna 2022 og 2023 um 80%.

Í tilfellum Bandaríkjamanna var gildistími vegabréfa ástæða frávísunarinnar.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert