Fyrsta friðlýsingin gerð í einkalandi

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, við Urriðavöll í …
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, við Urriðavöll í gær ásamt fulltrúum Oddfellowreglunnar og Garðabæjar. mbl.is/Árni Sæberg

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra skrifaði í gær undir tillögu um friðlýsingu fólkvangs í Urriðakotshrauni í Garðabæ.

Tillagan að friðlýsingunni kemur frá Garðabæ og landeigandanum, sem er Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowreglunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem fólkvangur er friðlýstur í einkalandi.

Deiliskipulag svæðisins var samþykkt í júlí 2023 og er þetta jafnframt í fyrsta skipti sem unnið er að deiliskipulagi samhliða friðlýsingu. Deiliskipulagið tryggir sameiginlega sýn Garðabæjar, Umhverfisstofnunar og Styrktar- og líknarsjóðs um farsæla þróun og uppbyggingu á svæðinu.

Í samræmi við náttúruverndarlög

„Markmið stofnunar fólkvangsins er að festa Urriðakotshraun og nánasta umhverfi þess í Urriðvatnsdölum í sessi sem aðlaðandi útivistarsvæði, með öflugu stígakerfi og aðstöðu til golfiðkunar samhliða vernd einstakrar náttúru, menningarminja og landslags,“ segir í tilkynningu.

Friðlýsingin og fyrirhuguð stækkun Urriðavallar úr 18 holum í 27 er í samræmi við náttúruverndarlög, sem heimila friðlýsingu landsvæða til útivistar og almenningsnota sem fólkvangs. Þekktasta dæmi þess er skíðasvæðið í fólkvanginum í Bláfjöllum.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert