Gæti náð hámarki eftir nokkra daga

Búist er við litlu jökulhlaupi.
Búist er við litlu jökulhlaupi. mbl.is/RAX

Verið er að end­ur­skoða hvort færa eigi flug­litakóðann yfir Grím­svötn­um upp í gul­an. Kóðinn er grænn eins og er en lítið jök­ul­hlaup er hafið úr eld­stöðinni sem er fyr­ir­boði eld­goss.

Gul­ur kóði þýðir að eld­stöð sýni merki um virkni um­fram venju­legt ástand.

Grænn kóði merk­ir að eld­stöðin sé virk en eng­ar vís­bend­ing­ar séu um að gos sé vænt­an­legt.

Eng­in raf­leiðni

Lovísa Mjöll Guðmunds­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, seg­ir enga raf­leiðni hafa mælst í vatn­inu en hlaupið er talið munu koma und­an Skeiðar­ár­jökli og renna í Gígju­kvísl.

Bú­ist er við að hlaupið nái há­marki eft­ir nokkra daga, eða fljót­lega eft­ir helgi. Kæmi há­marks­rennsli fram ein­um til tveim­ur sól­ar­hring­um seinna í Gígju­kvísl. 

Eins og áður sagði er bú­ist við litlu hlaupi úr Grím­svötn­um.

Spurð hvernig Veður­stof­an meti slíkt seg­ir Lovísa Mjöll mæla­kerfi sem vakti Grím­svötn nema hæðarbreyt­ing­ar á jökl­in­um. Er þannig hægt að áætla hvort mikið eða lítið vatns­magn hafi safn­ast fyr­ir. 

Býst við eld­gosi á næstu miss­er­um

Stærsti skjálfti sem mælst hef­ur frá upp­hafi mæl­inga við Grím­svötn reið yfir í morg­un og var að minnsta kosti 4,3 að stærð, sam­kvæmt mæl­ing­um Veður­stofu Íslands.

Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, kveðst bú­ast við eld­gosi á næstu miss­er­um. Erfitt sé þó að segja til um hvenær það verði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert