Góður gangur í viðræðunum

Fulltrúar verkalýðsfélaganna í húsnæði ríkissáttasemjara. Boðað er til næsta fundar …
Fulltrúar verkalýðsfélaganna í húsnæði ríkissáttasemjara. Boðað er til næsta fundar á morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Kjaraviðræður breiðfylkingar verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins ganga vel að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR. Samningafundur fór fram í gær og næsti fundur verður á morgun.

„Það sem skiptir mjög miklu máli í svona vinnu er að samningsaðilar séu sammála um forsendur og reiknilíkön og ýmislegt annað sem skiptir máli. Það er bara vinna í fullum gangi og ég myndi segja að fundurinn hefði gengið vel,“ sagði hann að loknum fundinum í gær. Ragnar Þór á ekki von á svörum stjórnvalda fyrr en í næstu viku.

„Grundvallarforsenda þessa verkefnis er að samningsaðilar, og þá er ég ekki bara að tala um Samtök atvinnulífsins og bandalag okkar, heldur að fyrirtækin í landinu og almenningur og hið opinbera hafi trú á þessu verkefni og trú á því að við getum unnið niður verðbólgu og vexti með hröðum og öruggum hætti,“ segir hann.

Saknar fleiri yfirlýsinga

„Ef það er raunveruleg trú á verkefnið, þá munum við sjá fyrirtækin stíga mikilvæg og föst skref áfram í því að draga til baka bæði boðaðar hækkanir og sömuleiðis þær hækkanir sem hafa þegar átt sér stað. Ég sakna þess að sjá ekki meira af yfirlýsingum í þá áttina.

Það vita það allir að hátt vaxtastig hefur hrikaleg áhrif á heimilin í landinu en þar sem skuldir fyrirtækjanna eru mun hærri en skuldir heimilanna þá er gríðarlega mikið undir þar líka til kostnaðarlækkunar. Það er til mikils að vinna fyrir alla.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert