Grímsvötn búin að fylla í alla dálkana

Magnús Tumi býst við öðru gosi í Grímsvötnum á næstunni …
Magnús Tumi býst við öðru gosi í Grímsvötnum á næstunni en eftir fyrsta gosið árið 1998 hófst virknitímabil á svæðinu. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson/Jón Viðar Sigurðsson

Magnús­ Tumi Guðmunds­son­, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir að Grím­svötn séu búin að „fylla í alla dálk­ana“ í und­ir­bún­ings­ferli sínu fyr­ir eld­gos. Lítið jök­ul­hlaup er hafið við eld­stöðina.

Eins og mbl.is greindi frá í morg­un tel­ur Magnús Tumi jök­ul­hlaup þegar hafið í Grím­svötn­um. Hann seg­ir hlaupið vera lítið og hafa þegar staðið yfir í þó nokkra daga.

Þrátt fyr­ir smæð hlaups­ins seg­ir Magnús tölu­vert um vatn vera í Gígju­kvísl – álíka mikið og á góðum sum­ar­degi. 

Skjálfta­virkni auk­ist hægt og bít­andi

Magnús bend­ir á að skjálfta­virkni hafi auk­ist hægt og bít­andi frá sein­asta gosi í Grím­svötn­um árið 2011. Merki eru um að þrýst­ing­ur og spenna fari vax­andi í eld­stöðinni, seg­ir hann.

„Það er eðli­legt að túlka þetta sem lang­tíma­fyr­ir­boða eld­gosa og skjálfta­virkn­in hef­ur farið vax­andi,“ seg­ir Magnús í sam­tali við mbl.is. 

Stærsti skjálfti sem mælst hef­ur frá upp­hafi mæl­inga við Grím­svötn, sem hóf­ust árið 1991, reið yfir rétt fyr­ir klukk­an 7 í morg­un og var 4,3 að stærð.

Hvar get­ur gosið?

Að mati jarðeðlis­fræðings­ins eru lík­leg­ustu staðirn­ir fyr­ir gos und­ir suður­brún Gríms­fjalls, sem er suðurjaðar Grím­s­vatna­öskj­unn­ar.

„Við verðum bara að sjá hvert stefn­ir. Hins veg­ar eru Grím­svötn langt frá byggðu bóli. Það eru átta­tíu kíló­metr­ar í næstu byggð,  allt öðru­vísi en á Reykja­nesskag­an­um,“ seg­ir Magnús.

Á móti kem­ur að gos í Grím­svötn­um yrði sprengigos, sem myndi raska flugi. Þá fylgdi því lík­lega gjósku­fall.

Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Í for­grunni sjást Grím­svötn og þver­hnípt­ir hamr­ar Gríms­fjalls. mbl.is/​Ragn­ar Ax­els­son

Gos í Grím­svötn­um lít­il eða meðal­stór

Magnús á samt ekki von á stóru gosi.

„Flest gos í  Grím­svötn­um flokk­ast sem meðal­stór [eða] lít­il. Þó gos­mökk­ur­inn fari þess vegna í tólf kíló­metra stend­ur það ekk­ert mjög lengi,“ seg­ir hann.  „Við verðum bara að bíða og sjá hvað ger­ist.“

Hann seg­ir að vatn í jök­ul­hlaup­inu renni nú allt und­an Skeiðár­jökli í Gígju­kvísl en „venju­legt Grím­s­vatnagos“ búi ekki til stór hlaup. 

Eng­in tengsl við virkni ann­ars staðar

Eng­in merki eru um að elds­um­brot á Reykja­nesskaga, landris í Öskju og virkni í Grím­svötn­um séu að ein­hverju leyti tengd.

„Við erum með marg­ar virk­ar eld­stöðvar og hér gýs að meðaltali á um þriggja ára fresti. Svo koma tíma­bil með miklu tíðari gos­um eins og við erum að sjá núna á Reykja­nesskag­an­um.“

Hann bend­ir þó einnig á að virk­ustu eld­stöðvar Íslands sýni mun oft­ar merki um að þær séu að fara að gjósa, held­ur en þær raun­veru­lega gjósi.

Samt bendi nán­ast allt til þess að goss sé að vænta í Grím­svötn­um.

„Grím­svötn eru búin að fylla í alla dálk­ana í und­ir­bún­ings­ferl­inu. Þannig við get­um bú­ist við að Grím­svötn séu bara til­bú­in,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert