Grímsvötn færð upp í gulan

Flogið yfir Grímsvötnum.
Flogið yfir Grímsvötnum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Fluglitakóðinn yfir Grímsvötnum hefur verið færður upp á gulan, þar sem jökulhlaup er hafið.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Kóðinn var grænn fyrr í dag sem þýddi að engar vísbendingar væru um að eldgos væri væntanlegt.

Nú er hann orðinn gul­ur, sem þýðir að eld­stöð sýni merki um virkni um­fram venju­legt ástand. 

Gulur kóði þýðir að eldstöðin sýni merki um virkni, umfram …
Gulur kóði þýðir að eldstöðin sýni merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Kort/Veðurstofa Íslands

Stærsti skjálfti frá upphafi hrinu og jökulhlaup hafið

Jarðskjálft­i reið yfir við Gríms­fjall í morg­un og er sá stærsti við eld­stöðina Grím­svötn frá upp­hafi mæl­inga 1991.

Jök­ul­hlaup er hafið úr Grím­svötn­um og aukn­ar lík­ur eru á gosi í eld­stöðinni, að sögn Magnúsar Tuma Guðmunds­son­ar, pró­fess­ors í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert