ÍE í samstarf við Nvidia um þróun gervigreindarlíkans

Amgen mun þróa gervigreindarlíkan í höfuðstöðvum deCODE í Vatnsmýrinni í …
Amgen mun þróa gervigreindarlíkan í höfuðstöðvum deCODE í Vatnsmýrinni í Reykjavík í samstarfi við bandaríska hátæknifyrirtækið NVIDIA. mbl.is/Júlíus

Amgen, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, mun þróa gervigreindarlíkan í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni í Reykjavík í samstarfi við bandaríska hátæknifyrirtækið NVIDIA.

Líkaninu, Freyju, er ætlað að greina sjúkdóma talsvert hraðar en áður með hjálp lífsýnagrunns Íslenskrar erfðagreiningar.

Forsvarsmenn NVIDIA tilkynntu um samstarfið á heilbrigðisráðstefnu JP Morgan. Medical Device Network greinir frá.

Samþætting DGX SuperPOD gagnavettvangs NVIDIA mun flýta fyrir þjálfun háþróaðra gervigreindargerða, segir í umfjöllun Medical Device Network.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert