Kanna starfsemi vöggustofa frekar

Reykjavíkurborg hefur beðið börn, sem vistuð voru á Vöggu­stof­unni Hlíðar­enda …
Reykjavíkurborg hefur beðið börn, sem vistuð voru á Vöggu­stof­unni Hlíðar­enda og Vöggu­stofu Thor­vald­sen­fé­lags­ins, og fjöl­skyld­ur þeirra af­sök­un­ar á illri meðferð sem lýst var í skýrslu vöggu­stofu­nefnd­ar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa þriggja manna nefnd óháðra sérfræðinga til að kanna starfsemi vöggustofa.

Hlutverk og verkefni nefndarinnar verður að gera heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á tímabilinu 1974 til 1979, þar á meðal með hliðsjón af breyttum verkefnum vöggustofunnar á því tímabili. Nefndin mun geta ráðið sér starfsmann.

Framhald á rannsókn

Á síðasta ári komst nefnd, sem borgin skipaði til að rann­saka starf­semi vöggu­stofa sem rekn­ar voru í Reykja­vík árin 1949 til 1973, meðal annars að því börn hafi í ýms­um til­vik­um sætt illri meðferð á Vöggu­stofu Thor­vald­sens­fé­lags­ins á tíma­bil­um frá 1963 til 1967.

Lagði nefndin meðal annars til að borg­ar­ráð myndi meta hvort til­efni væri til halda áfram frekari rannsókn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert