Maðurinn enn ófundinn: Um 60 manns við leit

Frá leitinni í Grindavík í dag.
Frá leitinni í Grindavík í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um það bil 60 manns, flestir björgunarsveitarmenn, leit­a nú mannsins sem féll ofan í sprungu í Grinda­vík í gær. Leitað verður fram eftir nóttu ef þess þarf.

Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, sagði við mbl.is fyrr í dag að reynt væri að tryggja eins ör­ugg­ar aðstæður og mögu­legt sé við leit­ina.

Björgunarsveitarmenn að störfum. Leitin hefur staðið yfir í 34 klukkustundir.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Leitin hefur staðið yfir í 34 klukkustundir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna komið að leitinn

Í samtali við mbl.is segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að staðan á svæðinu sé óbreytt. Enn sé verið að leita að manninum.

Til­kynn­ing um málið barst um klukk­an 10.40 í gær. Hefur mannsins því verið saknað í rúmar 34 klukkustundir.

Í kringum 60 manns eru nú á kvöldvakt á svæðinu. Að sögn Jóns Þórs hafa alls 240 björgunarsveitarmenn komið að leitinni, koma þeir af Faxaflóasvæðinu og Suðurlandsundirlendinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert