Níu líf fær aukalíf

Bjarni Ómar í hlutverki sínu í leikverkinu vinsæla.
Bjarni Ómar í hlutverki sínu í leikverkinu vinsæla. Ljósmynd/Guðmundur Óli Gunnarsson

Ábreiða tónlistarmannsins Bjarna Ómars Haraldssonar af laginu „Stál og hnífur“ eftir Bubba Morthens kemur út á helstu tónlistarveitum á morgun, föstudaginn 12. janúar.

„Bubbi hefur verið mikill áhrifavaldur í lífi mínu frá því ég var 13 ára, haft mikil áhrif á tónlist mína og ferilinn,“ segir Bjarni Ómar, sem er einn hinna svonefndu alþýðububba í leikverkinu Níu líf, en lokasýningin verður í Borgarleikhúsinu annað kvöld og er útgáfudagur ábreiðunnar valinn af því tilefni.

Sérstakar aukasýningar verða í vor og eru níu komnar í sölu í maí, en sýningin á morgun er sú 233. í röðinni og hefur alltaf verið uppselt.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert