Nota neðansjávardróna: Aðstæður erfiðar fyrir kafara

Sjötíu taka nú þátt í aðgerðum á vettvangi í Grindavík.
Sjötíu taka nú þátt í aðgerðum á vettvangi í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Neðansjávardróni er nú notaður við leitina að manninum sem óttast er að hafi fallið ofan í sprungu í Grindavík er hann vann við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu í gær.

Dýpt sprungunnar telur tugi metra og er vatn í botni hennar. Talið er að það sé einnig djúpt.

Sjötíu taka nú þátt í aðgerðum á vettvangi í Grindavík.
Sjötíu taka nú þátt í aðgerðum á vettvangi í Grindavík. mbl.is/Eggert Johannesson

Lítið skyggni

Að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, var ekki talið óhætt að senda kafara í vatnið í sprungunni.

Myndir úr neðansjávardrónanum sýna að lítið skyggni sé í vatninu og aðstæður erfiðar fyrir kafara.

Nokkuð stöðug viðvera björgunarfólks hefur þó verið í sprungunni, þó ekki kafarar. „Og það eru aldrei margir í einu.“

Tveir menn í einu eru látnir síga ofan í sprunguna …
Tveir menn í einu eru látnir síga ofan í sprunguna í körfu til að leita að manninum. mbl.isKristinn Magnússon

Viðsjárverðar aðstæður

Sjötíu björgunarmenn taka nú þátt í aðgerðum á vettvangi en alls hafa 200 manns tekið þátt í aðgerðunum frá því gær­morg­un. Viðbragðsaðilar á vettvangi höfðu vaktaskipti á miðnætti og svo aftur í morgun.

Að sögn Jóns Þórs er Landsbjörg „farin að teygja sig aðeins austan af Suðurlandi og norður fyrir höfuðborgarsvæðið“ eftir sérhæfðu björgunarsveitarfólki í fjalla- og rústabjörgun. Aðstæður á vettvangi séu viðsjárverðar.

„Sprungan leynir á sér. Þetta er eins og að koma inn í helli.“

Frá leitinni í Grindavík.
Frá leitinni í Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert