Stærsti skjálfti frá upphafi mælinga: Órói mælist

Vísbendingar eru um að hlaup sé hafið.
Vísbendingar eru um að hlaup sé hafið. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Jarðskjálftinn sem reið yfir við Grímsfjall í morgun er sá stærsti við eldstöðina Grímsvötn frá upphafi mælinga. Vísbendingar eru um að jökulhlaup sé hafið.

„Við erum að skoða gögn hjá okkur. Það eru vísbendingar um að það sé byrjað hlaup í Grímsvötnum, en við erum að bíða eftir frekari mælingum til að geta staðfest,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Vart við hlaupóróa

Skjálft­inn mæld­ist 4,3 að stærð og átti upp­tök sín á um 100 metra dýpi um 2 kíló­metr­um norðaust­ur af Gríms­fjalli, að sögn Lovísu.

„Við erum að sjá svona hlaupóróa,“ bætir hún við. Þá munu sérfræðingar kanna hvort vatnshæðin hafi aukist í Gígjukvísl.

Langvirkasta eldstöðin og tilbúin í gos

Grím­svötn eru lang­virk­asta eld­stöð lands­ins og um nokk­urra ára skeið hef­ur hún verið tal­in reiðubúin til að gjósa enn á ný.

Landris hefur mælst þar lengi og talið hefur verið víst að það sé sökum kvikusöfnunar undir niðri.

Árið 2020 hafði þensl­an í Gríms­fjalli náð sama marki og fyr­ir síðasta gos, sem varð árið 2011. Það gos var stórt. Síðan hef­ur þensl­an aðeins auk­ist.

Gulur og aftur grænn

Stærð þess goss kom raunar á óvart, enda var þensl­an þá álíka mik­il og fyr­ir gosið árið 2004.

Flug­litakóðinn fyr­ir Grím­svötn var færður upp í gulan fyrr í mánuðinum, eftir að vart varð við hrinu lítilla skjálfta við eldstöðina.

Kóðinn var færður niður í grænan degi síðar, eða föstudaginn 5. janúar.

Uppfært:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert