Undirbúa stórtæka skógrækt

Gróðursetja á bæði innlendar og erlendar trjátegundir á svæðinu; greni, …
Gróðursetja á bæði innlendar og erlendar trjátegundir á svæðinu; greni, lerki, furu og ösp. mbl.is/RAX

Viðamikil skógræktaráform eru í undirbúningi á landi Ljárskóga í Dölum í Dalabyggð. Fyrirhugað er að græða upp skóg á svæði sem nær yfir um 5.500 hektara.

Til samanburðar er samanlagt flatarmál allra ræktaðra skóga á landinu um 50 þúsund hektarar.

Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð skógrækt sé líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því þurfi að fara fram mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.

Gróðursetja minnst 400 hektara á ári

Það er landeigandi Ljárskóga sem hyggst í samstarfi við Yggdrasil Carbon ehf. hefja skógrækt á landinu. Ekki stendur til að gróðursetja í svæðið í einni lotu.

Hefur því verið deilt niður í 30 um það bil 200 hektara reiti að stærð og er ætlunin að planta í a.m.k. tvo reiti árlega þar til verkefninu lýkur.

Mun ítarlegar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert