#7 Staða Svandísar, gaslýsing Sorpu og heilbrigðismálin krufin

Heilbrigðismálin, ríkisstjórnarsamstarfið og vantraust á hendur Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra voru í brennidepli í sjöunda þætti Spursmála. Upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að ofan.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sat fyrir svörum um stöðu heilbrigðismála hér á landi en ástandið á Landspítalanum hefur mikið verið gagnrýnt að undanförnu.

Þá var rýnt í helstu fréttir vikunnar undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.

Má segja að slegist hafi í brýnu á milli þeirra Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Orra Páls Jóhannssonar, þingflokksformanns Vinstri Grænna, þegar álit umboðsmanns Alþingis um ákvörðun matvælaráðherra á frestun hvalveiða bar á góma.

Fylgstu með Spursmálum í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 alla föstudaga.

Willum Þór Þórsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Orri Páll Jóhannsson …
Willum Þór Þórsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Orri Páll Jóhannsson voru viðmælendur Stefáns Einars í Spursmálum. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert