Átta slasaðir eftir harðan árekstur á Suðurlandi

Veginum hefur verið lokað í kjölfar slyssins.
Veginum hefur verið lokað í kjölfar slyssins. Kort/Vegagerðin

Tveir bílar skullu saman á þjóðveginum við Svínafellsjökul á Suðurlandi nærri Skaftafellsá í dag. Átta eru slasaðir, þar af tveir alvarlega. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á vettvang.

Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Þjóðveginum hefur verið lokað og er engin hjáleið á þessu svæði að sögn Sveins. Aðspurður segir hann ómögulegt að segja til um það hversu lengi lokunin mun standa yfir.

Hópslysaáætlun virkjuð

Hópslysaáætlun hefur verið virkjuð vegna slyssins en það er mat hverju sinni hvort slík áætlun sé virkjuð. Segir Sveinn það fara eftir björgum nærri vettvangi, stöðu heilbrigðisstofnana og áverka þeirra slösuðu.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitina Kára í Öræfum hafa verið kallaða út.

„Aðrir viðbragðsaðilar eru annaðhvort komnir eða á leið á staðinn,“ segir Jón Þór.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert