Stefán E. Stefánsson
Fyrr í vikunni leitaði mbl.is álits landsmanna á því hvern fólk vildi helst sjá í embætti forseta Íslands þegar Guðni Th. Jóhannesson lætur af embætti þann 1. ágúst næstkomandi.
Ríflega 2.500 ábendingar bárust á tæpum tveimur sólarhringum og kennir þar ýmissa grasa.
Langflestar tilnefningar hlutu fjórir einstaklingar, þau Arnar Þór Jónsson, sem raunar hefur lýst yfir framboði nú þegar, Halla Tómasdóttir sem varð í öðru sæti í forsetakjörinu árið 2016 þegar Guðni bar sigur úr býtum, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og loks Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur.
Blaðamennirnir Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon rýna í tilnefningarnar í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni.
Enn er opið fyrir tilnefningar ef landsmenn vilja leggja sitt af mörkum í leitinni að næsta forseta lýðveldisins Íslands.