Fjölmargir nefndir: Fjögur langoftast

Fyrr í vikunni leitaði mbl.is álits landsmanna á því hvern fólk vildi helst sjá í embætti forseta Íslands þegar Guðni Th. Jóhannesson lætur af embætti þann 1. ágúst næstkomandi.

Ríflega 2.500 ábendingar bárust á tæpum tveimur sólarhringum og kennir þar ýmissa grasa.

Margir eru kallaðir en einn verður útvalinn. Hverjir verða í …
Margir eru kallaðir en einn verður útvalinn. Hverjir verða í framboði og hver mun sigra forsetakosningarnar? Þar liggur efinn. Samsett mynd

Einn lýst yfir framboði nú þegar

Langflestar tilnefningar hlutu fjórir einstaklingar, þau Arnar Þór Jónsson, sem raunar hefur lýst yfir framboði nú þegar, Halla Tómasdóttir sem varð í öðru sæti í forsetakjörinu árið 2016 þegar Guðni bar sigur úr býtum, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og loks Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur.

Blaðamennirnir Stefán Einar Stefánsson og Andrés Magnússon rýna í tilnefningarnar í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni.

Enn er opið fyrir tilnefningar ef landsmenn vilja leggja sitt af mörkum í leitinni að næsta forseta lýðveldisins Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert